Ég hef lengi gengið með þann draum í maganum að stofna
veðurblogg og nú loksins (loksins!) með nýfundnu frelsi hef ég tíma til að koma
því í verk. Þetta er að mestu gert fyrir mig sjálfa til að halda utan um
skemmtilegar greinar, myndir og fróðleik en ef einhver annar hefur áhuga á
þessu er það frábært.
Allt á þessari síðu er á minni ábyrgð og kemur ekki neinum stofnunum við sem ég vinn hjá, hvorki Veðurstofunni, Flugskóla Íslands né RÚV.
Í fyrstu færslunni minni finnst mér tilvalið að benda fólki
á uppáhalds skýjasíðuna mína, Cloud Appreciation Society, en þar eru stórkostlegar skýjamyndir. Þeir hafa einnig þróað app, CloudSpotter app, þar sem hægt er að taka þátt í leik um að sjá sem flestar skýjategundir þar sem myndir eru teknar af skýjum og þær senda inn til að verða samþykktar. Appið er í samvinnu við NASA sem notar upplýsingarnar til að stilla CERES mælitæki sín sem eru á þremur gervitunglum og mæla skýjamagn á jörðu.